top of page

Hvað er þjóðhetja?

Hvað er þjóðhetja ? Samkvæmt íslenskri orðabók er þjóðhetja sá sem unnið hefur (mikil) afrek í þágu þjóðar og hún er stolt af.

 

Hvernig verða menn þjóðhetjur? Þjóðhetjur flokkast undir opinberar og óopinberar þjóðhetjur. Opinberar þjóðhetjur eru annars vegar þær sem fæðast sem arftakar valdhafa á ákveðnum stað og stjórna  því ríkinu en hins vegar kjörnir stjórnendur. Óopinberar þjóðhetjur verða til vegna afreka sinna í þágu fjöldans sem þá hyllir viðkomandi sem hetju.

 

Hvernig skilgreinum við þjóðhetjur? Flestar þjóðhetjur standa fyrir minnihlutahópa sem eru í uppreisn eða í mótmælum gegn þeim stærri. Einnig eru til þjóðhetjur sem verða til aðeins fyrir góðverk sín í þágu samfélagsins. Mikilvægi þjóðhetja felst í því að öll þjóðin getur notað hana sem sameiningartákn og hún gefur eitthvað til baka til þjóðarinnar.

 

Hver er munurinn á hetju og þjóðhetju?

Hetja er sá sem er kappi og hraustmenni og ber sig vel, t.d. hefur minnst að kosti verið aðalpersóna í bók eða bjargað einu mannslífi en þjóðhetja er sá sem hefur unnið sérstök afrek fyrir ættland sitt og spilað stærri part en hetja.

 

Til hvers eru þjóðhetjur?

Þjóðhetjan leggur eitthvað að mörkum t.d. að frelsis án þess að þjóðin verði stjórnlaus, undir einræði og að minnihlutahópar verða jafnir.

 

Hvers vegna þurfum við þjóðhetjur?

Þær eru miklar fyrirmyndir sem við sjáum oft og getum litið upp til. Þegar ringulreið ríkir í landinu er gott að hafa leiðtoga sem stígur upp og verður að sameiningartákni, sem leiðir og framkvæmir vilja fólksins.

 

Afhverju eru færri konur þjóðhetjur heldur en karlar?

Ástæðan fyrir því að það eru fleiri karlar og færri kvenmenn er sú að . Fyrr á tíðum og jafnvel nú til dags hafa konur ekki jafn háa rödd og karlar. Karlar hafa verið miklu lengur í leiðtogahlutverkinu og konur í húsmæðrahlutverkinu. Það er sérstakt í samfélaginu þegar kona lætur til skara skríða og hefur alltaf verið þannig. Karlmenn vilja vera í hlutverkinu sem í felst stolt. Þar sem við gerðum könnun um þjóðhetjur kom kvörtun í einu svaranna um kynjamismun, sem sýnir hversu fáar kvennþjóðhetjur eru til. 

 

Hver er munurinn á “takmarkaðri þjóðhetju” og alvöru þjóðhetju sem geymist í minni þjóðarinnar um æviskeið?

„Takmörkuð þjóðhetja“ er í rauninni aðeins hetja sem vann afrek og var fræg í stuttan tíma en alvöru þjóðhetja verður í minnum þjóðarinnar um æviskeið og sem hún getur notað sem sameiningartákn.

©Alexander, Bragi og Valgeir

Heroes - 

Måns Zelmerlöw

Heroes - David Bowie

bottom of page