
Könnun
Við félagarnir gerðum stutta könnun um þjóðhetjur þar sem fólk svaraði eftirfarandi spurningum og út í reitina. Alls fengum við 279 svör.
Hér er vefslóð að eftirfarandi könnun:
Niðurstöður



Hver er þín skilgreining á þjóðhetju?
(Góð svör þáttakenda)
-
Manneskja sem að kemur af stað breytingum eða byltingu sem lifir áfram (það er að segja byltingin). Manneskja sem lifir í minningunni löngu eftir dauða hennar
-
Ákveðin manneskja sem kemur frá ákveðnu landi sem hefur gert eitthvað svo minnistætt sem hefur haft virkilega jákvæð áhrif á alla þjóðina tel ég að sé þjóðarhetja. Ekki fólk sem hefur kannski gert eitthvað virkilega gott þegar það kemur að trúarbrögðum eins og t.d. Martin Luther
-
Maður sem skarar fram úr og er þannig mikilvægur og fyrirmynd annað hvort þjóðar eða mannkyns.
-
Þjóðhetja er einhver sem hefur unnið starf sem hjálpar þeirri þjóð sem hann er þjóðhetja hjá. Menn geta verið mismiklar þjóðhetjur og það fer eftir því hve mikið starfið hjálpaði þjóðinni og hversu mikið aðilinn lagði á sig til að vinna starfið. Persónulega finnst mér stríðsrekstur ekki eiga neitt tengt við hetjuskap vegna þess að það er auðvelt að gera vel við fólkið sitt með því að skaða aðra en alvöru hetjur gera vel við sitt fólk án þess að skaða annað.
-
Einstaklingur sem hefur hagsmuni og velferð þjóðar sinnar í forgrunni. Skilgreiningin finnst mér mjōg víðtæk. Þjóðhetja getur verið í huga þjóðarinnar allt frá þjóðhetju sem berst fyrir sjálfstæði þjóðar til fótboltakappans sem skoraði mark í úrslitum HM. Held að hver og einn geti skilgreint sínar sérstōku þjóðhetjur og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann einstakling.
-
Manneskja sem hefur gert eitthvað fyrir þjóðina sem breytti henni til hins betra. Eins og kannski Jón Sigurðarson
-
Manneskja sem berst fyrir betra landi, t.d. lýðræði, jafnrétti, friði,
-
og þess háttar í landinu sínu.
-
Manneskja sem unnið hefur stórkostleg afrek sem bæta stöðu og hag þjóðarinnar til muna.
-
Valdamikill og áberandi aðili, ætti að láta gott af sér leiða en það er þó ekki alltaf svoleiðis. Einhvers konar brautryðjandi.
-
Þjóðhetja er manneskja sem lætur gott af sér leiða með óeigingjarnri baráttu fyrir réttindum ákveðins hóps.
-
Það er persóna sem skarar fram úr á einhvern hátt. T.d. stjórnmálum, íþróttum, listum, vísindum. Mér finnst að þjóðhetjan þurfi einnig að búa yfir ákveðnum hæfileikum hvað tjáningu og útgeislun varðar
-
Þjóðhetja er manneskja sem vekur stolt hjá landsmönnum.
-
Manneskja sem leggur allt sitt undir fyrir hag þjóðarinnar.
-
T.d einnhver sem talar upp úr, ef allir vilja að einnhverju sé breytt í landinu en þeir æðstu vilja það ekki, sá sem getur talað upp úr og staðið við hlið landsmanna sem hafa "litla rödd" og krafist þess að þessu yrði breytt og gæfist ekki upp fyrr en því er breytt
-
Auk þess líka ef eitthvað svakalegt slys með mörgu fólki myndi gerast og manneskjan hefði bjargað því
-
Aðili sem notar ævina í að gera gagn fyrir þjóð sína, færir jafnvel miklar fórnir til þess.
-
Einhver sem sýnir mikið hugrekki eða er manneskja sem aðrir vilja líkjast s.s eins og ghandi fyrir indverjum.
-
Einhver sem leggur á sig vinnu og jafnvel persónulegar fórnir til að vinna landi sínu gagn, t.d. með því að berjast fyrir kosningarétti kvenna, réttindum minnihlutahópa eða öðrum mannréttindamálum, sjálfstæði og fullveldi (ef það er landinu til gagns), verndun náttúrunnar og almennri velferð.
-
Manneskja sem hjálpar þjóð sinni og fólki og tekur ákvarðanir sem bæta hag þjóðarinnar. Þjóðarhetja ætti ekki að vera (eingöngu) pólitísk heldur venjuleg manneskja sem tekur eftir því sem bæta má og skilur fólkið í kringum sig.
-
Það er manneskja sem hefur áorkað hetjulegum gildum sem ég kann að meta einsog Nelson Mandela sem stóð á sínu með friðsælan hátt, náði að sameina þjóð í friði og með fyrigefningu. Hann sýndi ötula árvekni og alúð þrátt fyrir mikið mótmæli.
-
Einhver sem unnið hefur óeigingjarnt starf fyrir fleiri en bara sjálfan sig, þannig að margir hafa tekið eftir. Þjóðhetja er líka fyrirmynd okkar hinna. Við getum litið upp til þjóðhetju fyrir störf sín eða afrek.
-
Einhver sem vinnur af alefli að málefni sem er til heilla fyrir almenning, gerir það á óeigingjarnan hátt. Einhver sem fær fjölda fólks í lið með sér til að vinna að sama marki, og sem nær þeim árangri að mikilvæg framfaraskref eru stigin í samfélaginu
-
Einstaklingur sem nýtur almennar hylli þjóðarinnar, vegna afreka, sem oft eru unnin í nafni lands og þjóðar, sem almenningur metur mikils og upplifir tengsl við á grundvelli sama þjóðernis og "hetjan".
-
Einhver sem hefur áhríf á þjóðfélagið á jákvæðan hátt, sem gefur fólk frelsi, stolti og von, sem gefur innblástur að gera gott og rétt.
-
Einhver sem vinnur mikið verk í þágu ríkis síns og/eða þegna þess, sem og stórum sem smáum þjóðfélagshópum síns ríkis. Vinnur að friði í samfélaginu eða öðrum framförum þess.
-
Titlast þjóðhetja því einstaklingurinn er þekktur fyrir sinn ríkisborgararétt og eins og kom fram áður vinnur í þágu síns ríkis.
-
Einhver sem gerir virkilega jákvæða hluti fyrir þjóð sína. Er með hag þjóðarinnar í huga og tekur ekki sína eigin hagsmuni framyfir þjóðina. Er góð ímynd bæði út á við og innan þjóðarinnar. Nýtir völdin sem hann/hún hefur til að koma jákvæðum skilaboðum til skila (jafnrétti, friður, frelsi). Þarf að vera virkilega ákveðin/n því þegar aðilar fá mikil völd þá er auðvelt að misnota þau og gera slæma hluti.
-
Þjóðarhetja fyrir mér er einhver mikill leiðtogi í sögu þjóðarinnar, eða einhver sem barðist fyrir sína þjóð til að breyta röngu yfir í rétt, íþróttamenn eins og Neymar og Pacquiao finnst mér ekki vera þjóðarhetjur, þeir eru meira eins og átrúnargoð fyrir yngri kynslóðum.
-
Manneskja sem öll þjóðin getur verið stolt af.
-
Þjóðhetja er einfaldlega manneskja sem hefur á einhvern hátt bætt þjóð sína svo mikið að geta talist hetja. Breytingar sem enginn annar gæti hafa staðið fyrir og virka sem grunnur fyrir betra þjóðfélagsástandi komandi tímum.
-
Maður sem er hetja fólksins og er studdur af almúganum.
-
Sameiningartákn einstakrar þjóðar, sem allir eða allflestir eru sammála um að hafi afrekað stórverk sem hafi aukið stolt þjóðarinnar. Þjóðhetja þarf ekki að vera algjölega sannsögulegur, sbr. Robin Hood eða King Arthur, og getur jafnvel verið álitinn vera illmeni af öðrum þjóðum og tímum eins og Vlad Tepes, Hitler eða Stalin.




