
Rúbrik/Gátlisti
Hefur manneskjan gefið eitthvað gott af sér til þjóðarinnar?
Er manneskjan þjóðhetja í takmarkaðan tíma eða lifir hún í minnum þjóðarinnar um æviskeið?
Jákvæð eða neikvæð fyrirmynd fyrir íbúa landsins?
Hafði manneskjan mikil áhrif á uppbyggingu landsins og sögu þess eins og t.d. lagði hún eitthvað að mörkum til frelsis undan einræði án þess að þjóðin yrði stjórnlaus eða stuðlaði hún að því að minnihlutahópar öðluðust jafnrétti?
Er manneskjan dáð af þjóðinni og hefur hún verið innblástur fyrir hugsunarhátt og framtíðarsýn þjóðarinnar, þar á meðal stuðlað að betra lífi?
Er manneskjan sameiningartákn, getur þjóðin tengt sig við hana?
Er þetta opinber þjóðhetja eða óopinber þjóðhetja?
Er þetta þjóðhetja sem verður til vegna ríkisins eða fólksins?
Er reynt að viðhalda minningum um manneskjuna með ýmsum aðferðum, svo sem með því að fjölfalda andlit manneskjunar (með því að setja hana á t.d. peningaseðla, mynt ofl.), byggja safn um manneskjuna, búa til styttur og gefa fæðingar/dánardegi táknrænt hlutverk ofl.
Er manneskjan þjóðhetja? (lokaniðurstaða)
Einkenni og persónuleiki góðrar þjóðhetju
Hefur hann sterka rödd og sannfæringarmátt til almennings?
Er hann hugrakkur og sterkur leiðtogi?
Tekur hann áhættur í þágu fólksins?
Er hann snjall og með góðar framtíðarsjónir?
Hefur góðan móral og stendur upp fyrir hugmyndum fólksins og framkvæmir.
Heldur áfram þó að komi mótþrói og ekkert gengur upp.
Afgerandi leiðtogi, einbeittur og veitir innblástur.
Þarf hann að vera ákveðinn, staðfastur, metnaðargjarn, klár, heiðarlegur/hreinskilinn, hlýr og réttlátur?
Er hann með sterka réttlætiskennd?