top of page

Viðtalsspurningar við Pál Björnsson

Við tókum viðtal við Pál Björnsson, Prófessor við Háskólann á Akureyri, sem gaf út bókina "Jón forseti allur?". Við vildum fá hans álit á nokkrum spurningum um þjóðhetjur og Jón Sigurðsson.

 

 

  • Hvað er þjóðhetja í þínum augum og hvernig skilgreinir þú þær?

Þessari spurningu væri örugglega hægt að svara með mismunandi hætti. En flestir myndu benda á að þjóðhetja væri einstaklingur, annað hvort lifandi en þó oftast látinn, sem margir innan sama þjóðríkis, t.d. Íslands, vísa eða vitna oft til, m.ö.o. sem margir líta á sem gott sameiningartákn. Þetta getur birst með ólíkum hætti, t.a.m. í umræðum um stjórnmál í samtímanum þar sem fólk spyr jafnvel, hvað hefði þjóðhetjan (t.d. Jón Sigurðsson) sagt um tiltekið mál, t.d. aðild Íslands að Evrópusambandinu (sem er reyndar spurning sem eiginlega ómögulegt er að svara). En það eru ekki bara einstaklingar sem nota og upphefja viðkomandi þjóðhetju, heldur geta það líka verið félagasamtök, stofnanir, stjórnmálaflokkar, sveitarstjórnir og/eða handhafar ríkisvaldsins. Tökum dæmi af því síðastnefnda: Ríkið getur beitt sér með ýmsum hætti, t.d. gefið út frímerki, peningaseðla og skipulagt hátíðir til heiðurs þjóðhetjunni. Kannski er stutta svarið þetta: Horfa þarf á nýtinguna á viðkomandi og sé hún mikil þá er viðkomandi mikilvæg þjóðhetja.

 

  • Af hverju telur þú Jón Sigurðsson vera þjóðhetju?

Best væri að svara þessu með vísun til þess sem segir hér að ofan. Jón er ekki aðeins þjóðhetja, heldur mikilvæg þjóðhetja vegna þess að hann hefur verið notaður á ótal vegu. Í bók minni, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar (2011), rek ég mörg dæmi um þetta.

 

  • Hver er munurinn á t.d. Sigfúsi Sigurðssyni handboltamanni og Jóni Sigurðssyni?  Ef við flokkum þá báða sem þjóðhetjur. Önnur í takmarkaðan tíma og hin í minningu þjóðarinnar um æviskeið.

Góð spurning. Þó að ég fylgist dálítið með handbolta, þá varð ég að fletta Sigfúsi upp til að vera viss um að ég væri með réttan mann í huganum. Það er sem sagt farið að snjóa aðeins yfir hann hjá mér. Silfurdrengirnir frá Peking urðu kannski allir þjóðhetjur og mögulega bæði þá sem einstaklingar og hópur. Ríkisvaldið tók þátt í því að heiðra þá, bæði með því að veita þeim orður og skipuleggja móttöku á Arnarhóli þegar þeir komu heim. Hvort Sigfús á eftir að lifa á eftir að koma í ljós. Sama er auðvitað að segja um öllu þekktari manneskjur úr samtíð okkar, eins og t.d. Vigdísi Finnbogadóttur.

 

  • Var Jón Sigurðsson sameiningartákn þjóðarinnar, ef svo var hvers vegna?

Að vera sameiningartákn er í mínum huga það sama og vera þjóðhetja. Ég lét gera skoðanakönnun fyrir mig þar sem þjóðin var einmitt spurð um þetta og þar kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga lítur á Jón sem sameiningartákn (sjá Jón forseti allur?)

©Alexander, Bragi og Valgeir

Heroes - 

Måns Zelmerlöw

Heroes - David Bowie

bottom of page