
Jón Sigurðsson
Upphaf og æska
Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri í Arnarfirði þann 17. júní 1811. Þar ólst hann upp með fjölskyldu sinni til 18 ára aldurs. Foreldrar hans hétu Þórdís Jónsdóttir og séra Sigurður Jónsson. Jón átti tvö systkini, þau Margréti og Jens. Lítið er vitað um æsku Jóns annað en að hann og systkini hans voru öll alin upp við iðjusemi, nákvæmni, hirðusemi og kennt að bjarga sjálfum sér.Jón lærði allan skólalærdóm hjá föður sínum sem var sá sami og í Bessastaðaskóla og tók svo stúdentspróf í Reykjavík vorið 1829.Eftir stúdent vann Jón við verslunarstörf hjá föðurbróður sínum Einari í Reykjavík. Þar kynntist hann dóttur Einars, hana Ingibjörgu. Þeim náði mjög vel saman. Jón gerðist ritari í Laugarnesinu hjá Steingrími biskupi. Á þeim tíma vann hann af og til á biskupssetrinu, stærsta bókasafni og handritasafni landsins í Skálholti. Þar aðstoðaði hann málfræðinga við að kynna sér forn handrit. Náði hann fljótt góðri kunnáttu að lesa gömul handrit. Sú dvöl hafði mikil áhrif á lífsstarf hans síðar.


Jónshús í Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn
Eftir þriggja ára starf hjá Steingrími sigldi Jón til Kaupmannahafnar haustið 1833 þar sem hann hóf nám við Háskóla. Þar áður trúlofaðist hann Ingibjörgu. Brátt hlóðust upp margs konar aukastörf með skólanum þar sem hann sá fyrir sér sjálfum. Hann var úti í tólf ár en lauk aldrei embættisprófi og kom aldrei heim til Íslands og beið því Ingibjörg eftir honum allan þann tíma. Þar úti, árið 1841 stofnaði hann tímaritið Ný félagsrit og varð brátt frægur fyrir rit sín og eignaðist aðdáendur. En hann kom heim 1845 til að sitja á hinu fyrsta endurreista Alþingi og þá gengu þau frændsystkin í hjónaband. Þau bjuggu saman til æviloka í Jónshúsi sem var í Kaupmannahöfn og þar úti varð Jón forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins og hlaut af því viðurnefnið forseti. Hann var aldrei forseti íslenska lýðveldisins. Þau hjón eignuðust eignuðust engin börn en tóku að sér fósturson, hann Sigurð Jónsson, sem var systursonur Jóns og ólu hann upp sem eigin son. Hins vegar sagði einn vinur þeirra hjóna um þau:”Allir Íslendingar voru börn þeirra.” Jón stjórnaði sjálfstæðisbaráttu Íslendinga við Dani í nánast 40 ár frá Kaupmannahöfn og hafði enginn Íslendingur samskipti við jafnmarga landsmenn í einu. Til eru yfir 6.000 sendibréf til Jóns á söfnum sem hann varðveitti frá um 870 bréfriturum. Jón flakkaði mikið á milli Danmerkur og Íslands og sigldi alls 29 sinnum á milli vegna mismunandi erinda.
Alþingi
Jón var allt í öllu á Alþingi eftir að það endurreis. Hann sat allt upp í 10 þing sem forseti Alþingis, oftast allra. Flestar stöður Alþingis fyrstu áratugina byggðust á hugmyndum hans. Stefnuskrá Jóns var sú að Ísland hefði alla burði til að sjá um sín eigin málefni. Ef að það myndi gerast og landinu ætti að farnast vel þyrftu Íslendingar að fá fullt löggjafarvald, aðskilinn fjárhag, jafnrétti og innlenda stjórn. Birti Jón og fylgismenn hans fram þessa stefnuskrá í ritgerðinni “Hugvekju til Íslendinga” Árið 1851 á þjóðfundi ætluðu Danir að setja fram nýja stjórnaskipun fyrir Íslendinga til að þagga niður í Jóni og hans fylki. Þá lauk þeim þjóðfundi með því að flestir íslensku fundarmennirnir risu úr sætum og sögðu: “Vér mótmælum allir.” Eftir fundinn var aðeins einn maður sem kom til greina sem fyrirliði þjóðarinnar, Jón Sigurðsson. Jón varð afar vinsæll á Íslandi og var höfðingi í sjón og reynd.


Ævilok
7. desember 1879 dó Jón 68 ára að aldri og síðan dó Ingibjörg níu dögum síðar. Þau eru jarðsett við Suðurgötu í Reykjavík og eru fræg eftirmæli Íslendinga í Kaupmannahöfn um Jón letruð á silfursveig á kistu hans:“Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.” Minning hans hefur verið varðveitt með því að gera fæðingardag hans að þjóðhátíðardegi Íslendinga og einnig að tylla á 500 kr. seðlinum.
Rúbrik/Gátlisti
Já, hann var leiðtogi þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum. Hann endurreisti Alþingi ásamt öðrum og var allt í öllu þar.
Hann lifir í minni þjóðarinnar þar sem margir minnisvarðar eru til af honum og er sjálfstæðistákn Íslendinga
Jákvæð fyrirmynd þar sem hann tók þjóðina með sér í sjálfstæðisbaráttu.
Já gífurlega, þar sem hann endurreis Alþingi og stóð upp gegn Dönum með sjálfstæðisbaráttu.
Hann var afar dáður af þegnum þjóðarinnar og veitir hann mikinn innblástur. Með hugsanahátt sínum sem stuðlaði að góðu lífi og betri framtíðar gengu allir í lið hans.
Hann er sameiningartákn vegna þess að hann er tákn fyrir sjálfstæði Íslendinga og við erum stolt af honum.
Hann er opinber þjóðhetja af því að hann barðist með Alþingi gegn Dönum en að hluta til óopinber því allur lýðurinn stóð á bakvið hann.
Það er verið að viðhalda minningu hans á söfnum, á 500 kr seðlinum, styttum og lýðveldisdagurinn er á fæðingardegi hans 17. júní. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja Jón Sigurðsson sem þjóðhetju.
Já því hann ber allt í skauti sér sem góð þjóðhetja og er í minni þjóðarinnar sem mikil hetja og tákn hennar fyrir sjálfstæði.Verður talinn í dýrlingartölu íslendinga sem virtasta þjóðhetja landsins.
Hefur manneskjan gefið eitthvað gott af sér til þjóðarinnar?
Er manneskjan þjóðhetja í takmarkaðan tíma eða lifir hún í minni þjóðarinnar um æviskeið?
Jákvæð eða neikvæð fyrirmynd fyrir íbúa landsins?
Hafði manneskjan mikil áhrif uppbyggingu landsins og sögu þess eins og lagði hún eitthvað að mörkum frelsis án þess að þjóðin verði stjórnlaus,undir einræði og minnihlutahópar verða jafnir?
Er manneskjan dáð af þjóðinni og hefur hún innblástur á hugsunarhátt þjóðarinnar, þar á meðal stuðla að góðu lífi og haft framtíðarsjónir þjóðinni í hag?
Er manneskjan sameiningartákn, getur þjóðin tengt sig við hana?
Er þetta opinber þjóðhetja eða óopinber þjóðhetja? Er þetta þjóðhetja sem verður til vegna ríkisins eða fólksins?
Er reynt að viðhalda minningum um manneskjuna með ýmsum aðferðum, svo sem með því að fjölfalda andliti manneskjunar með því að setja hana á t.d. peningaseðlum, myntum ofl.
Með því að byggja safn um manneskjuna, búa til styttur, fæðingar/dánardagur er gefið táknrænt hlutverk ofl.
Er manneskjan þjóðhetja? (lokaniðurstaða)