top of page

Kim Jong-un

Æska

Kim Jong-un er einræðisherra Norður-Kóreu og fæddist 8. janúar 1982 eða 1983. Hann er yngsti sonur Kim Jong-il fyrrverandi einræðisherra Norður-Kóreu og óperusöngkonunni Ko Young-hee. Hann giftist Ri Sol-ju árið 2009 og eiga þau eina dóttur saman sem talin er að hafi fæðst 2010. Æska Kim Jong-un er í mikilli óvissu og eru ekki til miklar heimildir um hana. Vitað er að hann fór í skóla til Sviss frá árunum 1993-1998 þar sem hann gekk undir dulnefninu Chol Pak eða Pak Chol. Í skólanum var honum lýst sem feimnum og góðum nemanda sem elskaði körfubolta og tölvuleiki og var hann alltaf að teikna myndir af Michael Jordan. Seinna fór hann í annan skóla í Sviss þar sem hann gekk undi dulnefninu Pak-un eða Un-pak sem sonur starfsmanns í sendiráði Norður-Kóreu.

Loftmynd af textanum:"Lengi lifi hershöfðinginn Kim Jong-un, skínandi sól Norður-Kóreu."

Einræðisherra

Þegar faðir hans Kim Jong-il dó úr hjartaáfalli 17.desember 2011 kom í ljós að Kim Jong-un yrði næsti leiðtogi Norður-Kóreu. Það var formlega tilkynnt í jarðaför föður hans 28. desember að hann yrði næsti leiðtogi Norður-Kóreu sem gerði hann að yngsta núlifandi leiðtoga í heimi eða 28 ára að aldri. Hann er leiðtogi Democratic People's Republic of Korea sem stjórnar öllu í Norður-Kóreu. Hugmyndafræði flokksins er sögð mótuð af fyrsta leiðtoga landsins, Kim Il-sung, og leggur hann áherslu á pólitískt sjálfstæði, sjálfræði og sjálfsþurft. Ríkið einkennist af persónudýrkun leiðtoga þjóðarinnar, áherslu á uppbyggingu hers og efnahagslegri einangrunarstefnu. Kim Jong-un er yfirmaður hersins og stjórnar honum og fólkinu þá aðallega með kúgun. Einræðisherrarnir eru eins og guðir fyrir fólkinu þá aðallega Kim II-sung og er dýrkunin á þeim ótrúleg meðan við ástand landsins. Það er til musteri með fullt af gjöfum sem fólkið heldur að allir helstu leiðtogar heims hafi gefið Kim II-sung. Allir halda að þetta var gert að velvild vegna þess að heimurinn elskar Norður-Kóreu en í rauninni gaf enginn honum þessar gjafir heldur er þetta blekking. í raun og veru er öllum illa við landið og leiðtoga þess. Einræðisfjölskyldan hefur sagt að hugmyndir, stjórnun og einkenni koma frá ást þeirra á fólkinu en í rauninni hefur landið verið stjórnað af miklum aga og kúgun frá því að Kim II-sung stofnaði Alþýðuveldið Kóreu(Norður-Kórea) árið 1948. Undir stjórn Kim II-sung varð Norður-Kórea lokaðasta land í heimi og er það enn þann dag í dag undir stjórn Kim Jong-un. Það er nánast ómögulegt að komast inn og út úr landinu nema með því að múta ákveðnum aðilum og eru því Norður-Kóreubúar algjörlega út úr nútímaþróuninni. Einnig fyrir þá sem komast inn í landið er stranglega bannað að koma með einhverja hluti frá nútíma samfélaginu til þess að hafa engin áhrif á samfélag Norður-Kóreu. Mikil fátækt ríkir í Norður-Kóreu og er landið í miklu efnahags hruni, sem hefur leitt til hungursneyð og matarskorts í landinu. Einnig eru fangabúðir tíðar og er fólk neytt og þjálfað til þess að halda ímynd landsins í hámarki. Þrátt fyrir þessi hörmulegu lífsskilyrði virðist fólkið elska og dýrka alla þrjá leiðtogana en hvernig stendur á því?

Hann sjálfur

Landið er stjórnað af aðeins einum manni og það er Kim Jong-un. Hann er eins og afi sinn og pabbi sinn, valdamesti einstaklingur Norður-Kóreu. Hann elskar að stjórna og öll völdin sem hann fær. Hann virkilega nýtur sín að vera einræðisherra. Sagt er að hann sé alveg eins og pabbi sinn, bæði útlitslega séð og í persónuleika. Samt sem áður vill hann frekar líkjast afa sínum og er talið að hann hafi farið í nokkrar lýtaaðgerðir til þess að líta út eins og afi sinn. Hann hefur glímt við offitu síðan að mamma hans dó árið 2004 og er uppáhalds maturinn hans svissneskur ostur sem olli þessari offitu. Um tíma sá almenningur hann ekki í um tvo mánuði vegna heilsuástandi hans og eftir það sást hann haltrandi með göngustaf og er talið að hann er með sykursýki og of háan blóðþrýsting. Á meðan þjóðin þjáist af matarskort er hann að glíma við offitu. Kim Jong-un er dýrkaður af þjóðinni og sést það á hvað allir vilja gera fyrir hann, þótt hann gefi þjóðinni ekkert til baka. Það segja allir íbúar Norður-Kóreu að sjálfur Kim Jong-un hafi fundið upp hið fullkomna lesborð, sem er þó ósköp venjulegt borð sem hægt er að hækka og lækka. Þetta sýnir bara hversu brenglað samfélagið er og hvernig búið er að heilþvo fólkið aðeins til þess að dýrka Kim Jong-un. Risa stórt letur er skrifa í fjallshlíð í Norður-Kóreu:”Lengi lifi hershöfðinginn Kim Jong-un, skínandi sól Norður-Kóreu.”

Landið og ímynd

Í Norður-Kóreu er fjórði stærsti her í heimi og sá stærsti miðað við höfðatölu, þar ríkir ofsóknaræði gegn árásum og eru tvær milljónir hermanna tilbúnir allan sólahringinn gegn innrásum. Norður-Kórea hefur lagt mikla áherslu í þróun bæði efna- og lífefnavopna auk kjarnorkuvopna. Eftir seinni heimsstyrjöldina var Kóreu skipt í tvo svæði, norður og suður. Norðurhluta svæðisins var stjórnað af Sovétríkjunum en þegar landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1948 skildu Sovétmenn eftir sig stóran og vel skipulagðan her. Þess vegna er Norður-Kórea kommúnískt ríki og líkist það Sovétríkjunum á valdatíma Stalíns. Efnahagskerfi Norður-Kóreu er skipulagt að stalínískri fyrirmynd og stjórnar ríkið meira en 90 prósentum atvinnulífsins. Þar sem landið er svo lokað er eins og að koma í tímavél þar sem Sovétríkin réðu um 1930. Íbúar Norður-Kóreu eru einangraðir og lifa í allt öðrum heimi. Líkja má við að einhver úr villtra vestrinu hafi komið í tímavél til 21.aldarinnar og hann veit ekki hvernig nútíma samfélagið virkar og hvernig á að haga sér. Allt lífið í landinu er dautt, ekkert fólk er úti á götunum, engir bílar, húsin eru mjög illa farin og það er ekkert rafmagn í þeim né úti á götunum. Samfélag Norður-Kóreu þróast ekki með hinum venjulega heimi, þar sem þau hafa einangrað sig frá umheiminum, t.d hafa þau ekki hugmynd hvað jazz, popp og rokk er. Stjórnvöld geta sýnt hvað sem þau vilja í þjóðarsjónvarpinu og látið alla trúa því, t.d halda Norður-Kóreubúar að þau unnu Heimsmeistara mótið í Brasilíu. Það snýst eiginlega allt í landinu um ímynd, stjórnvöld eða Kim Jong-un vilja ekki láta neinn eða neitt spilla þessari 100 prósent ímynd þjóðarinnar á landinu og honum. Það er í rauninni verið að heilaþvo þjóðina með ýmsum aðferðum til þess að þjóðin átti sig ekki á því hversu illa er verið að fara með þau og geri ekki uppreisn gegn honum. Allir í landinu vilja líkjast Kim Jong-un og er t.d klippingin hans orðin ákveðið tákn fyrir þjóðina, þetta sýnir dýrkun þeirra á honum. Einnig skiptir það mjög miklu máli fyrir hann að láta líta út fyrir að landið sé frábært og upplifi engan skort á vörum og mat. Það sést meðal annars á því hversu mikið reynt er að gera vel við þá örfáu túrista sem komast inn í landið. Þá er litið út fyrir að allt sé gott og það sé enginn matarskortur. Landið er augljóslega í miklum vandræðum og hefur verið í mörg ár hvað það varðar og er komið með mat inn í landið frá hjálparsamtökum til þess að fólkið svelti ekki. Einnig eru þessar túrista ferðir algjörlega stjórnað af stjórnvöldum og er aðeins sýnt það góða til þess að ímynd þeirra á landinu verði góð. Í rauninni byggist allt landið og samfélagið á góðri ímynd fyrir umheiminn og til þess að blekkja íbúa landsins. Þannig halda allir að þetta er besta land í heimi til að allir elski það. Allt snýst um ímyndina.

Rúbrik/Gátlisti

Nei, aðeins falska ímynd til almennings um gott líf.

 

Það er ekki hægt að vita það fyrirfram en ef allt gengur upp eins og hjá forfeðrum hans þá er líklegt að hann mun vera dýrkaður og dáður um æviskeið. En vafaatriðið er ef fólkið kemst upp um hann og hversu vondur maður hann er, þá munu allir íbúar landsins hata hann.

 

Neikvæð fyrirmynd, þar sem hann fer ekki eftir mannréttindum og kúgar fólkið án þeirra vitundar. En það fyndna við það er að þau telja hann góðan leiðtoga og elska hann.

 

Hann hefur mikil áhrif á uppbyggingu og stjórn landsins og stjórnar öllu sem gerist innan landsins og þar með hefur hann og getur haft áhrif á sögu landsins. En ekki á góðan hátt. Hann kemur frekar í veg fyrir frelsi og er landið þannig séð eitt stórt fangelsi sem hann stjórnar.

 

Hann er dáður af þjóðinni eins og er og allt sem hann gerir hefur mikil áhrif á íbúa landsins t.d. er klippingin hans orðin einskonar tákn fyrir þjóðina. En hann stuðlar ekki af góðu lífi og hefur engar framtíðarsjónir í hag þjóðarinnar. Aðeins fyrir sig, sem eru þær að vera tekinn í guðatölu.

 

Já, því hann er leiðtogi þjóðarinnar og hún dýrkar hann á röngum forsendum.  

 

Hann er opinber þjóðhetja þar sem hann hefur alla stjórn landsins bakvið sig(sem er hann í rauninni) og þar í leiðinni stjórnað allri þjóðinni.

 

Það er strax byrjað að viðhalda minningum um hann með styttum. Í framtíðinni bætast örugglega við fullt af minjagripum um hann t.d söfn, sérstakir dagar tileinkaðir honum. En það er aðallega hann sem er að reyna að viðhalda minningum um sig, til þess að vera tekinn inn í guðatölu og feta í fótspor fornfeðra sinna.

 

Sennilega í dag telja íbúar Norður-Kóreu hann sem þjóðhetju og framtíðin veltur á því hvort fólkið gerir uppreisn eða hann fær að setjast í höll guða. Að okkar mati og samkvæmt gátlistanum telst hann ekki sem þjóðhetja, því hann hefur ekki afrekað neitt stórt og er neikvæð og fölsk fyrirmynd.

Hefur manneskjan gefið eitthvað gott af sér til þjóðarinnar?

 

Er manneskjan þjóðhetja í takmarkaðan tíma eða lifir hún í minni þjóðarinnar um æviskeið?

 

 

 

 

 

 

 

Jákvæð eða neikvæð fyrirmynd fyrir íbúa landsins?

 

 

 

 

 

Hafði manneskjan mikil áhrif á uppbyggingu landsins og sögu þess eins og t.d. lagði hún eitthvað að mörkum til frelsis undan einræði án þess að þjóðin yrði stjórnlaus eða stuðlaði hún að því að minnihlutahópar öðluðust jafnrétti?

 

 

Er manneskjan dáð af þjóðinni og hefur hún innblástur á hugsunarhátt þjóðarinnar, þar á meðal stuðla að góðu lífi og haft framtíðarsjónir þjóðinni í hag?

 

 

 

 

 

Er manneskjan sameiningartákn, getur þjóðin tengt sig við hana?

 

 

Er þetta opinber þjóðhetja eða óopinber þjóðhetja? Er þetta þjóðhetja sem verður til vegna ríkisins eða fólksins?

 

 

Er reynt að viðhalda minningum um manneskjuna með ýmsum aðferðum, svo sem með því að fjölfalda andliti manneskjunar með því að setja hana á t.d. peningaseðlum, myntum ofl.

Með því að byggja safn um manneskjuna, búa til styttur, fæðingar/dánardagur er gefið táknrænt hlutverk ofl.

 

Er manneskjan þjóðhetja? (lokaniðurstaða)

©Alexander, Bragi og Valgeir

Heroes - 

Måns Zelmerlöw

Heroes - David Bowie

bottom of page