
Manny Pacquiao
Upphaf og æska
Emmanuel "Manny" Dapidran Pacquiao er boxari sem fæddist 17.desember, 1978 í Kibawe Filipseyjum. Hann ólst upp við fátækt og fjölskylda hans bjó í hörmulegu fátækrahverfi. Frændi hans Elizardo Mejia kynnti honum fyrir box-íþróttinni. Þá byrjaði hann smátt saman að keppa í bardögum og vinna sér inn pening fyrir fjölskylduna, þrátt fyrir að hún væri á móti boxinu í fyrstu. Þegar Pacquiao var 12 ára fékk hann um það bil 450 íslenskar krónur fyrir að vinna bardaga fyrir framan almenning. Hann sagði sjálfur að kálfarnir sínir væru sterkir vegna þess að hann þurfti að klifra upp á fjöll til þess að ná í mat og vatn fyrir fjölskylduna. Manny hefur alltaf verið mjög trúaður á Guð og þakkar honum fyrir slíka svona hluti. Fyrrverandi kennari Manny segir að hann var ekkert sérstaklega hæfileikaríkur og klár en góðleikinn hans mun alltaf skína í gegn. Á 16 ára aldri byrjuðu markmiðin hans að vekja athygli í heimalandinu. Þá vann hann Edmund Ignacio í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Síðan þá hefur hann átt farsælann boxferil sem er hluti tveim áratugum.


Boxferill
Fyrir Manny, liggur leyndarmálið að velgengni í kerfi sem kallast “Power Three.”Þetta þriggja skrefa kerfi inniheldur.
1. Markmiðin þín
2. Kerfið til að ná þessum markmiðum
3. Aga til að halda kerfinu þínu þar til þú nærð markmiðum þínum.
Á boxferli sínum hefur hann gengið undir gælunöfnunum: Pacman, The Nation’s Fist, National Godfather, The Filipino slugger, The Mexicutioner og The Destroyer.
Í desember 1998 vann Pacquiao bardagann gegn Chatchai Sasakul sem veitti honum Flugu-vigtartitil. Eftir það vann hann Lehlo Ledwaba árið 2001 til að fá IBF létt- fjaðurvigt. Þar eftir vann hann bardaga sína sannfærandi, alls átta mismunandi heimstitla í mismunandi þyngdarflokkum. Hann þénaði loksins vel þegar hann fékk $70 milljónir dollara fyrir að vinna Ameríkanann Oscar De La Hoya árið 2008. Eitt leiddi af öðru og barðist hann við sterkan andstæðing Ricky Hatton í maí 2009 sem var einungis búinn að tapa á móti Mayweather. Auðvitað vann Pacquiao léttvelti-vigtatitilinn á móti honum í Las Vegas. Nokkuð síðar var Manny sigraður af Timothy Bradley mjög naumlega og var bardaginn mikið umdeildur. Annan bardagann í röð tapaði hann með að fá á sig rothögg frá Juan Manuel Marquez. Í viðtali eftir bardagann sagði hann í sakleysi sínu:,"I just got hit by a punch I didn't see," sem lýsir þessum stórskemmtilega karakteri fullkomlega. Í febrúar 2015 var tilkynnt að Pacquiao myndi mæta hinum ósigraða Ameríkana Floyd Mayweather í MGM Grand Arena í Las vegas 2.maí 2015. Talin sem bardagi aldarinnar, milli tveggja boxara sem lengi var í húfi. Bardaginn braut öll met í tengslum við peninga, áhorf og eftirspurn. Þrátt fyrir að Manny var meiddur í hægri öxl þraukaði hann út 12-lotu bardaga. Dómaúrskurðurinn ákvarðaði sigur Floyd Mayweather. Nú stendur bardagamet Manny Pacquiao í 57 sigrum, 6 töpum og 2 jafnteflum. Stærstu verðlaunin og mesta viðurkenning hans var þegar hann var nefndur “bardagamaður áratugarins” 2000 af Boxing Writers Association of America.
Einkalíf og áhugamál
Óaðfinnanleg fótavinna hans, hraði og snerpa hafa haldið box aðdáendum á tánum, auk þess hafa hjartfólginn bros hans hjálpað honum að fá athygli almennings. Árið 2003 var hann kosinn sem Persóna Filippseyja.
Eiginkona Pacquiao heitir Jinkee og eiga þau fimm börn saman. Um tíma, var hann fjárhættuspilari, átti við drykkjuvandamál að stríða og hélt fram hjá konunni sinni. En núna í dag er hann breyttur maður þökk sé fjölskyldunni og guði og er jákvæð fyrirmynd fyrir vikið. Manny á fimm stórhýsi, tvo í GenSan, eitt í Parañaque City, annað í Laguna og dýrasta í Forbes Park í Makata City. Manny Pacquiao er margt annað en bara einn besti boxari heims. Þjóðin Filippseyjar dýrkar hann og dáir fyrir svo miklu, miklu meira. Árið 2007 gerði Pacquiao fyrstu tilraun sína við stjórnmál. Hann bauð sig fram sem fulltrúi í Húsi Filippseyja en tapaði gegn Darlene Antonino-Custodio. Árið 2009 myndaði hins vegar Pacquiao nýjan Filippeyskan stjórnmálaflokk, Champ Movement fólksins, og reyndi aftur við þingsæti. Hann vann nauman sigur á móti Roy Chiongbian til að verða (the Sarangani province representative) í maí 2010. Auk þess notaði hann sönghæfileikana sína og gaf út tvö albúm, auk nokkura laga. Hann hefur líka leikið í nokkrum myndum t.d. Show Me Da Manny from 2009-11. Heimildarmynd um líf hans var líka gefin út í Bandaríkjunum snemma 2015, sem hét Manny. Uppáhalds áhugamál hans er körfubolti og er/var hann spilandi þjálfari fyrir Kia Carnival sem er í efstu deild Filippseyja. Margir gagnrýna þetta flopp. Við teljum að Pacquiao sé það feyki vinsæll að bílafyrirtækið noti hann sem markaðssetningu fyrir körfuboltaliðið.

Góðmennska og dýrkun
Sumir segja að Pacqiuao berjist ekki bara fyrir sjálfan sig, heldur allar Filippseyjar sem hann ber á herðum sér. Jafnvel Asíuálfuna. Hann er maður fólksins fyrir afrek sín og þjóðin heiðrar hann fyrir þann innblástur sem hann færir landinu. Hann stendur fyrir eitthvað sem skiptir miklu máli og lætur sínu fólki líða vel, þess vegna er hann svona þekktur og mikils metin eins og Muhamed ali.
Manny var eitt sinn kaþóliki en það breyttist þegar hann blessaðist af heilögum anda og gekk í hóp Kristintrúa. Í viðtölum sagði hann: “Ég fann rétta veginn, frelsun, fæddur á ný. Kristur sagði ef við endurfæðumst ekki, getum við ekki gengið í ríki Guðs, svo það er mér mjög mikilvægt.” Trúin á sér stóran part í góðmennsku og velgengni hans, því hann myndi ekkert gera ef það væri ekki fyrir guð. Gott dæmi um þetta var í miðju fréttaviðtali þegar hann gaf konu peninga og sagði: ‘Þessir peningar koma ekki frá sjálfum mér, heldur koma þeir frá Guði, ég er aðeins stjórnaður af Guði. Hann hefur gefið mér þá og ég verð að deila þeim. Ég vil að þú notir þá skynsamlega, eyðir þeim einungis í mat og börnin þín,” “Hann er góður við alla, hvort sem þeir eru fátækir eða ríkir.” sagði Eltabigna.
Lacher Cura 34 ára ný útskrifaður stúdent í markaðsfræði sagði:“Í þessum bæ, þá myndir þú kannski finna einn af hverjum þúsund sem myndu líka illa við Manny. En þeir einstaklingar væru líklegast blindfullir og út að aka,”
Manny uppsker það sem hann sáir og Árið 2009 var Manny á lista yfir áhrifamesta fólk heims meðal annarra. Auk þess var hann sjötti Filippseyjingurinn til að hylla forsíðu Time Magazine.
Samanburður Manny Pacquiao og Floyd Mayweather
Lýðveldið Filippseyjar er ríki í Suðaustur-Asíu. Eyjaklasinn samanstendur af 7107 eyjum og nær allstaðar búa íbúar við fátækt. Manny Pacquiao fæddist í Filipseyjum og hefur hann alltaf verið stoltur af því. Þökk sé honum eru Filippseyjar vel þekktar um allan heim. Hann vill sýna fram á það að Filippseyjar eru eitthvað meira en þær sýnast. Það sést best í bardögum hans t.d. þegar hann klæðir sig í fánalitum landsins. Hann söng tónlist og lék í myndum til þess að koma menningunni í landinu á framfæri. Hann hjálpaði heimamönnum alltaf með því að deila með sér laununum sínum. Það var ekki nóg, augljóslega var hann nógu ríkur til að þurfa vinna einhverntímann framar, samt settist hann í ríkisstjórn því þar hafði hann mestu áhrifin til að reyna hjálpa sem flestum og bæta þjóðarstarfssemi. Manny berst stoltur fyrir landi sínu og kemur því langt á framfæri sem mikill áhrifavaldur. Hann veitir mikinn innblástur og hressir verulega upp á þjóðina. Gefur mikið af sér í góðgerðastarfsemi og hjálpar eins mikið og hann getur. Í dag er hann dýrkaður og dáður sem fyrirmynd þjóðarinnar og er einskonar hnefi þjóðarinnar eins og hann er oft kallaður. Manny er sameiningartákn út á við og skemmtilegt að segja frá því að á meðan bardaganum stóð við Mayweather var ekki framin einn glæpur í landinu þótt Filippseyjar séu með eina af hæstu glæpatíðni í heimi.
Floyd Mayweather, Jr. er bandarískur boxari. Hann er ósigraður sem atvinnuboxari og er launahæsti íþróttamaður allra tíma ef aðeins eru tekin launin út frá íþróttinni til greina. Floyd elskar peninga og bjó til fyrirtækið The Money Team til þess að sýna öllum hversu mikinn pening hann á. Hann er algjör hrokagikkur og síendurtekur að hann sé bestur og enginn geti unnið hann í boxi. Hann segist vilja frekar vera hataður og vera eins og hann er í stað þess að vera elskaður fyrir að vera einhver sem hann er ekki. Floyd hefur beitt konunni sinni heimilisofbeldi og var dæmdur í 87 daga fangelsisvist. Hins vegar var fangelsisvistinni frestað til þess að hann gæti barist í boxbardaga. Eftir tveggja mánaða vist var honum sleppt.
Hvers vegna er Mayweather ekki talinn sem þjóðhetja eins og Pacquiao?
Þó báðir bardagamennirnir eru taldir jafngóðir, Mayweather jafnvel talinn betri er aðeins annar þeirra þjóðhetja. Það er vegna þess að Mayweather hefur ekki gert neitt í þágu þjóðarinnar heldur notar frægðina og framan í eigin hag. Pacquiao er hins vegar fyrirmynd, tileinkar lífi sínu góðgerðamála og er þjóðin stolt fyrir hans hönd. Mismunurinn á upprunalöndum kappanna er svo gríðarlegur í alla staði, á meðan Filippseyjingar þurfa góða fyrirmynd sem þau geta litið upp til, eru margar mögulegar fyrirmyndir í Bandaríkjunum og er Mayweather ekki sú besta. Þjóðin lítur einnig á sig sem sú bestu í heimi og þurfa því ekki verulega á fyrirmyndum að halda.


Rúbrik/Gátlisti
Já, hann veitir mikinn innblástur og hressir verulega upp á þjóðina. Einnig er hann í stjórnmálum og hefur áhrif þar.
Að þessu stöddu er ekki hægt að greina hvort hann lifir í minni þjóðarinnar. Sem íþróttamaður hefur hann skapað sér mjög stórt nafn og fátækt heimalandið lítur upp til hans, í dag er hann á réttri leið á að vera tekinn inn í guðatölu.
Um tíma, var hann fjárhættuspilari, átti við drykkjuvandamál að stríða og hélt fram hjá konunni sinni. En núna í dag er hann breyttur maður þökk sé fjölskyldunni og guði og er jákvæð fyrirmynd fyrir vikið.
Nei þegar á það er litið hefur hann ekki komist það langt að stuðla að eftirtöldum þáttum en hann hefur gefið fullt af peningum í góðgerðastarfsemi. Einnig er hann tengdur í stjórnmál til að byggja upp framtíð þjóðarinnar.
Einn af hverjum þúsund hatar Manny, svo já hann veitir innblástur til allra þeirra sem elska hann og vill hann þeim aðeins gott.
Já hann er sameiningartákn vegna þess að öll þjóðin stendur á bakvið hann. Hún getur verið stolt af honum.
Þetta er skýrasta dæmið um óopinbera þjóðhetju sem hefur unnið hjörtu og hug þjóðarinnar með einungis hæfileikum sínum.
Því miður er ekki til mikið af minjagripum um hann en þó er til ein stytta. Okkur þykir líklegt í framtíðinni að flestir í heimalandinu reyni að viðhalda minningu hans og boxheimurinn mun ávallt geyma hann í sögubækum.
Í dag er er hann dáður og dýrkaður af allri þjóðinni. Hann er fyrirmynd landsins og fólkið er stolt fyrir hans hönd. Hann gæti talist sem þjóðhetja seinna meir ef ríkisstjórnin ýtir undir afrek hans.
Hefur manneskjan gefið eitthvað gott af sér til þjóðarinnar?
Er manneskjan þjóðhetja í takmarkaðan tíma eða lifir hún í minni þjóðarinnar um æviskeið?
Jákvæð eða neikvæð fyrirmynd fyrir íbúa landsins?
Hafði manneskjan mikil áhrif uppbyggingu landsins og sögu þess eins og lagði hún eitthvað að mörkum frelsis án þess að þjóðin verði stjórnlaus,undir einræði og minnihlutahópar verða jafnir?
Er manneskjan dáð af þjóðinni og hefur hún innblástur á hugsunarhátt þjóðarinnar, þar á meðal stuðla að góðu lífi og haft framtíðarsjónir þjóðinni í hag?
Er manneskjan sameiningartákn, getur þjóðin tengt sig við hana?
Er þetta opinber þjóðhetja eða óopinber þjóðhetja? Er þetta þjóðhetja sem verður til vegna ríkisins eða fólksins?
Er reynt að viðhalda minningum um manneskjuna með ýmsum aðferðum, svo sem með því að fjölfalda andliti manneskjunar með því að setja hana á t.d. peningaseðlum, myntum ofl.
Með því að byggja safn um manneskjuna, búa til styttur, fæðingar/dánardagur er gefið táknrænt hlutverk ofl.
Er manneskjan þjóðhetja? (lokaniðurstaða)