top of page

Nelson Mandela

Upphaf

Nelson Mandela var fæddur þann 18. júlí 1918 í Suður-Afríku og barðist hann fyrir réttindum blökkumanna og gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni. Hann var sonur Nosekeni Fanny og Gadla Henry Mphakanyiswa og bjuggu þau í bænum Mvezo. Þegar Mandela var ungur var það draumur hans að verða lögfræðingur, sem hann gerði og nýtti hann sér réttindi sín til þess að berjast gegn kynþáttaraðskilnaðarstefnunni, það er stefna sem skilur að kynþætti sem tíðkaðist einkum í Suður-Afríku. Hann opnaði lögmannastofu ásamt Oliver Tambo sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins(ANC), stjórnmálaflokks sem barðist fyrir auknum réttindum svartra manna í Suður-Afríku. Mandela gekk einnig til liðs við flokkinn og varð einn af leiðtogunum. Friðsæl mótmæli voru haldin árið 1960 gegn vegabréfalögum sem enduðu illa og létust margir. Eftir það bönnuðu stjórnvöld ANC, sem leiddi til þess að Mandela hætti friðsamri baráttu fyrir bættum kjörum svartra og hvatti til hefndaraðgerða sem beindust að suður-afrísku stjórninni. Stuttu seinna voru leiðtogar samtakanna handteknir fyrir undirróðursemi, þeirra á meðal var Nelson Mandela sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi.

Forseti

1994 voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar haldnar og var Nelson Mandela kosinn fyrsti lýðræðislega forsetinn og einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að sitja í embættinu. Sem forseti stofnaði hann Sannleiks- og sáttarnefndina sem rannsakaði mannréttindabrot sem voru framin meðan aðskilnaðarstefnan var við lýði og var hann þannig að réttlæta gjörðir hvítra í garð blökkumanna. Mandela var talsmaður friðar, sáttar og félagslegs réttlætis og stofnaði hann Nelson Mandela Foundation þar sem hann barðist fyrir þessu þrennu. Hann var forseti í fimm ár eða til 1999 og dró sig endanlega úr pólitík. Mandela barðist ekki einungis fyrir réttindum blökkumanna heldur byrjaði hann einnig stóra baráttu gegn alnæmi eftir að hann hætti sem forseti. Baráttan var undir nafninu 46664 en það var fanganúmer Nelsons þegar hann sat í fangelsi á Robben-eyju. Mandela dagurinn var haldinn þann 18. júlí 2009 til að heiðra arfleifð Mandela og var hann aðallega styrktur af Nelson Mandela Foundation og 46664. Seinna sama ár lýstu Sameinuðu Þjóðirnar því yfir að þessi dagur skyldi héðan í frá heita Nelson Mandela International Day. Nelson Mandela dó 5. desember 2013 og hafði hann helgað líf sitt að baráttumálum, gegn réttindum svartrar og alnæmi, arfleifð hans er ein sú minnisstæðasta og merkasta í sögu mannkynsins. Hann er oft talinn faðir þjóðar sinnar og einnig upphafsmaður lýðræðis.

Baráttumál

Hann var ákærður fyrir landráð, hefndarverk og samsæri gegn yfirvöldum. Hann fór í fangelsi á Robben eyju þar sem hann var hafður í hámarksgæslu og illa komið fram við hann. Mandela var alls í 27 ár í fangelsi. Í fangelsisvistinni var Mandela nokkrum sinnum boðið frelsi af suður-afrísku ríkisstjórninni með þeim skilyrðum að hann hætti að berjast fyrir réttindum svartra. Mandela neitaði þessu staðfastlega og má segja að hann hafi verið að gera það í einskonar mótmælaskyni. Hann sagðist ekki vera meira frjáls á götum úti en í fangaklefa á meðan aðskilnaðarstefnan gilti ennþá. Við þetta fór fólk að taka baráttumál svartra meira inn á sig og Mandela vakti meiri athygli í kjölfarið. Mandela naut mikils stuðnings meðal svartra borgara Suður-Afríku og fangelsisvist hans varð fræg í hinu alþjóðlega samfélagi, þar sem fólk var almennt mótfallið aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda. Árið 1990 var Mandela látinn laus úr fangelsi og var hann þá strax kosinn forseti Afríska þjóðarþingsins, hann og F. W. de Klerk núverandi forseti unnu saman að því að binda enda á kynþáttaaðskilnað og koma á friðsamlegri sátt og lýðræði án kynþáttamisréttis. Árið 1993 fengu þeir báðir friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu friðar á milli svartra og hvítra íbúa Suður-Afríku. 27. apríl.

Rúbrik/Gátlisti

Hefur manneskjan gefið eitthvað gott af sér til þjóðarinnar?

 

 

 

 

 

Er manneskjan þjóðhetja í takmarkaðan tíma eða lifir hún í minni þjóðarinnar um æviskeið?

 

Jákvæð eða neikvæð fyrirmynd fyrir íbúa landsins?

 

 

 

Hafði manneskjan mikil áhrif á uppbyggingu landsins og sögu þess eins og t.d. lagði hún eitthvað að mörkum til frelsis undan einræði án þess að þjóðin yrði stjórnlaus eða stuðlaði hún að því að minnihlutahópar öðluðust jafnrétti?

 

 

Er manneskjan dáð af þjóðinni og hefur hún verið innblástur fyrir hugsunarhátt og framtíðarsýn þjóðarinnar, þar á meðal stuðlað að betra lífi?

 

 

Er manneskjan sameiningartákn, getur þjóðin tengt sig við hana?

 

 

 

 

Er þetta opinber þjóðhetja eða óopinber þjóðhetja? Er þetta þjóðhetja sem verður til vegna ríkisins eða fólksins?

 

 

 

Er reynt að viðhalda minningum um manneskjuna með ýmsum aðferðum, svo sem með því að fjölfalda andlit manneskjunar (með því að setja hana á t.d. peningaseðla, mynt ofl.), byggja safn um manneskjuna, búa til styttur og gefa fæðingar/dánardegi táknrænt hlutverk ofl.

 

 

Er manneskjan þjóðhetja? (lokaniðurstaða)

Já, hann hefur unnið hörðum höndum að frelsisbaráttu blökkumanna í Suður-Afríku sem hefur breiðst út um allan heim. Einnig hefur hann háð baráttu gegn HIV.

 

Já klárlega mun hann lifa í minni heimsins og þjóðarinnar sem stórt tákn.

 

Jákvæð fyrirmynd, þar sem hann er góður maður í alla staði og hefur helgað líf sitt fyrir annað fólk og breitt út góðmennsku sína.

 

Hann hafði ekki bein áhrif á uppbyggingu landsins en hann veitti mörgum innblástur. Frelsisbarátta var hans stærsta afrek og kom hann á frið milli hvítra og blökkumanna í Suður-Afríku og minnihlutahópar(blökkumenn) urðu jafnir.

 

Hugsunarhátur þjóðarinnar breyttist mjög og veitti hann innblástur í kynþáttamismunum. Þó hann var ekki elskaður af öllum hvítum á tíma frelsisbaráttunnar eru flestir sáttir með hann í dag.  

 

Já hann er sameiningartákn og geta allir blökkumenn í heiminum tengt sig við hann, þó hann hafi ekki verið jafn vinsæll hjá hvítum náði hann að sameina þjóðina.

 

Hann byrjar sem óopinber þjóðhetja og verður til í krafti fjöldans en seinna meir þegar hann var forseti þá breytist hann í opinbera þjóðhetju sem hefur ríkisstjórnina á bakvið sig.

 

Já, nú þegar hefur minning hans varðveist og hefur t.d fæðingardagur hans gerður að alþjóðlegum degi, Nelson Mandela International Day. Hann hefur verið heiðraður víðs vegar um heiminn og heldur ört áfram að gera það.

 

 

 

 

Já, líklega ein augljósasta og þekktasta þjóðhetja sem til er.

©Alexander, Bragi og Valgeir

Heroes - 

Måns Zelmerlöw

Heroes - David Bowie

bottom of page